Við í Neonbandinu búum yfir áratuga samanlagðri reynslu í tónlistar- og viðburðabransanum, höfum öll komið fram á ótalmörgum tónleikum og viðburðum, dansleikjum og skemmtunum við hin ýmsu tækifæri.

Kristján Gíslason
Langflestir kannast við Kristján Gíslason. Hann hefur verið í íslensku tónlistarsenuni síðan 1995, meðal annars sem forsöngvari hljómsveitanna Spútnik og Herramenn. Margir muna eftir laginu “Birta” eða “Angel” sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2001 þar sem Kristján var aðalflytjandi, en Kristján hefur einnig farið fimm sinnum út í keppnina sem stuðningsrödd. Hann hefur sungið með flestum tónlistarmönnum landsins við óteljandi tilefni. Kristján er með háa og fallega rödd og líflega sviðsframkomu.
Alma Rut Kristjánsdóttir
Alma byrjaði að vinna sem tónlistarmaður árið 2004 þegar hún tók þátt í söngleiknum Hárinu. Síðan þá hefur hún sungið með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum landsins og tekið þátt í ótalmörgum stórtónleikum og viðburðum. Hún var í hljómsveitinni Todmobile um tíma og einnig í kántrýhljómsveitinni Vestanáttin. Hún hefur tvisvar sinnum farið út í Eurovision og sungið raddir fyrir Íslands hönd. Eitt það skemmtilegasta sem hún gerir er að syngja á böllum og skemmta fólki. Alma er með stóra rödd og stærra bros.


Rakel Pálsdóttir
Rakel sigraði Söngkeppni Samfés árið 2004 og fór þá tónlistarferill hennar á flug út frá því. Hún hefur fjórum sinnum sungið lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins auk bakradda og komið fram við hin ýmsu tilefni. Hún hefur sungið með þekktum tónlistarmönnum hér á landi við ýmis verkefni. Rakel stundaði söngnám við Tónlistarskóla FÍH og stofnaði þá hljómsveitina Hinemoa sem spilaði víða um land, auk erlendis. Hún hefur gefið út sína eigin tónlist ásamt lög eftir aðra. Jólaplata hennar kom út árið 2022 og var plata vikunnar á Rás 2 á þeim tíma. Rakel er með bjarta rödd og mikla útgeislun.
