NEONBANDIÐ!
Frábær skemmtun full af tónlist, gleði og nostalgíu!
Fullkomið atriði á árshátíðina, í veisluna eða á dansleikinn!
Þetta mikilvæga augnablik þegar það þarf að „kveikja á stuðinu!“
Gestirnir hafa setið allt kvöldið en nú er komið að því að kynda svolítið upp og koma fjörinu í gang.
ALMA RUT, KRISTJÁN GÍSLA og RAKEL PÁLS hafa gríðarlega reynslu af því að skemmta fólki og halda uppi stuði.

Hvað er Neonbandið?
Þau Kristján Gíslason, Rakel Páls og Alma Rut, hafa áratuga reynslu af því að koma fram og syngja.
Ásamt fleiri tónlistarmönnum voru þau í 6 ár með tónlistarsýningar á Hótel Grímsborgum undir stjórn Gunnars Þórðarsonar, m.a. Abba, Bee Gees, Vestmannaeyjalög, íslenskar perlur, afmælissýningu Gunnars Þórðarsonar, Olivia Newton-John og Hollywood-diskó, en hafa þau síðan verið að koma fram sjálfstætt á hinum ýmsu viðburðum.
Um okkur

Kristján Gíslason
Langflestir kannast við Kristján Gíslason. Hann hefur verið áberandi í íslensku tónlistarsenuni síðan 1991, meðal annars sem forsöngvari hljómsveitanna Spútnik og Herramenn. Margir muna eftir laginu “Birta” eða “Angel” sem fór fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2001 þar sem Kristján var aðalflytjandi, en Kristján hefur einnig farið fjórum sinnum út í keppnina sem stuðningsrödd. Hann hefur sungið með flestum tónlistarmönnum landsins við óteljandi tilefni. Kristján er með háa og fallega rödd og líflega sviðsframkomu.

Alma Rut Kristjánsdóttir
Alma byrjaði að vinna sem tónlistarmaður árið 2004 þegar hún tók þátt í söngleiknum Hárinu. Síðan þá hefur hún sungið með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum landsins og tekið þátt í ótalmörgum stórtónleikum og viðburðum. Hún var í hljómsveitinni Todmobile um tíma og einnig í kántrýhljómsveitinni Vestanáttin. Hún hefur tvisvar sinnum farið út í Eurovision og sungið raddir fyrir Íslands hönd. Eitt það skemmtilegasta sem hún gerir er að syngja á böllum og skemmta fólki. Alma er með stóra rödd og stærra bros.

Rakel Pálsdóttir
Rakel sigraði Söngkeppni Samfés árið 2004 og fór þá tónlistarferill hennar á flug út frá því. Hún hefur fjórum sinnum sungið lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins auk bakradda og komið fram við hin ýmsu tilefni. Hún hefur sungið með þekktum tónlistarmönnum hér á landi við ýmis verkefni. Rakel stundaði söngnám við Tónlistarskóla FÍH og stofnaði þá hljómsveitina Hinemoa sem spilaði víða um land, auk erlendis. Hún hefur gefið út sína eigin tónlist ásamt lög eftir aðra. Jólaplata hennar kom út árið 2022 og var plata vikunnar á Rás 2 á þeim tíma. Rakel er með bjarta rödd og mikla útgeislun.

Ef þú ert með sérstakt þema í huga, þá geta þau búið til sérsniðinn lagalista sem passar fullkomlega við viðburðinn þinn.
T.d. Abba, BeeGees, 70’s-, 80’s og 90’s, DISCO, perlur Gunnars Þórðarsonar, Vestmannaeyjalög, íslensk dægurlög, Olivia Newton-John og Grease, James Bond, kvikmyndatónlist, rokk og ról og svo mætti lengi telja. Hvaða þema sem passar við þinn viðburð. Hvort sem það hentar betur fyrir viðburðinn að vera með tilbúið undirspil eða lifandi undirleik.
Þegar Neonbandið stígur á svið byrjar gleðin strax!
Markmið þeirra?
Að flytja hugljúfa tóna eða að fá alla á fætur!
Neonbandið er frábær valkostur sem milli-atriði eða upphitun fyrir ball, en síðan geta þau líka komið með hljómsveit með sér og séð um ballið og gleðina fram eftir kvöldi!
Með frábærri sviðsframkomu, fagmennsku og öflugum röddum skapa þau skemmtun fulla af gleði og tónlist sem nær til allra kynslóða.
@neonbandið á Instagram og Facebook
Hvort sem það eru tónleikar, árshátíð eða dansleikur, þá tryggir Neonbandið að enginn vill yfirgefa svæðið!
Með líflegri sviðsframkomu, frábærum söng og getur þú búið þig undir kvöld fullt af hlátri, dansi og ógleymanlegum augnablikum!
Neonbandið er frábær kostur!
Neonbandið mætir á svæðið með skemmtun, útgeislun og tímalausa tónlist, sem fær fólk á öllum aldri til að dansa og njóta sín.
Þau eru tímavél sem flytja þig í gegnum stærstu slagarana
frá áratugunum 1970-2000.
Hvort sem þú vilt hugljúfa tóna á viðburðinn þinn eða réttu tónlistina til að koma öllum á dansgólfið þá er Neonbandið frábær kostur!

Eruð þið tilbúin að bóka Neonbandið fyrir næsta viðburð?
Fyrir frekari upplýsingar og bókanir er upplagt að senda tölvupóst á neonbandid@gmail.com eða með því að fylla út þetta form og við munum hafa samband eins fljótt og mögulegt er.